top of page
  • Engin myndasaga skal sýna framkvæmd glæps á flókinn eða nákvæman hátt.

  • Ef glæpur er sýndur skal hann vera sýndur á óþverralegan og fráhrindandi hátt.

  • Allar sögur sem innihalda hrylling, blóð í miklu magni, blóðuga eða hroðalega glæpi, öfuguggahátt, losta, sadisma eða masókisma verða ekki leyfðar.

  • Engin myndasaga má nota orðið hryllingur í titli sínum.

  • Óleyfileg kynlífs sambönd má hvorki gefa í skyn né sýna. Ofbeldisfullar eða frábrigðalegar ástarsenur eru í alla staði óásættanlegar.

 

Silfur Öld Myndasagna

Eftir að Seinni Heimstyrjuöldinni lauk lækkuðu sölur á ofurhetjumyndasögum stórlega. Fólk vantaði ekki lengur þessa hetju ímynd til að líta upp til. Ofurhetjur hurfu hægt úr hillum bókabúða og komu í staðin myndasögur um skrímsli, glæpi, hrylling, rómantísk og grín og gaman sögur. Á þessum tíma voru engar reglur um hvað útgefendur máttu gefa út, þannig að myndasögur voru oft ofbeldisfyllri og hræðilegri.

„Hitler var byrjandi miðað við myndasöguiðnaðinn.“ Þetta skrifaði þá þýski geðlæknirinn og rithöfundurinn Fredric Wertham í bókinni Seduction of the Innocent (eða Tálgun þeirra saklausu) þar sem segir frá því hversu slæm áhrif myndasögur hefðu á börn. Þessi bók olli miklum umdeilum og varð á endanum ein af aðal ástæðunum fyrir því að The Comics Code Authority eða CCA var stofnað. Þegar CCA var stofnað er talað um að silfur öldin hafi byrjað.  CCA sá um að allar myndasögur féllu undir ákveðnar reglur ef þær ættu að vera útgefnar. Dæmi um þessar reglur voru:

Reglurnar eru samtals 40. Höfundar og listamenn höfðu þá verulega takmarkaða hluti til að skrifa um þar sem stór hluti af myndasöguiðnaðinum var tileinkaður grófum og hræðilegum sögum sem núna var bannað að gefa út. Mörg fyrirtæki sem seldu og skrifuðu hryllings og glæpasögur fóru á hausinn vegna þess að nýju bækurnar sem fylgdu reglunum seldust ekki vegna þess að þær voru ekki jafn spennandi. Þó að almennt álit samfélagsins á myndasögum batnaði sköðuðu reglurnar myndasögurnar sjálfar þar sem höfundar gátu ekki skrifað sögur eins og þeir vildu. Þetta olli því að að glæpasögur og myndasögur um hryllingsverur og skrímsli urðu óspennandi og leiðinlegar. Þá áttu ofurhetjur mikla endurkomu.

        Vegna þess að margar það var hætt að gefa út nærri allar ofurhetjumyndasögur þurfti nú að endurgera þær og upprunna þeirra. Núna voru flestar ofurhetjur ekki lengur til vegna galdra, heldur af vísindalegum ástæðum. Fólk lenti í misheppnuðum tilraunum, fékk krafta sína frá geimverum, geislavirkum efnum, stökkbreytingu og svo framvegis. Vísindi voru stór partur af silfur öldinni, sem er að stórum hluta vegna geimferðarkapphlaupinu milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna sem gerðist á árunum 1955–1972, nánast alveg samtímis silfur öldinni sem byrjaði 1956 til um það bil 1970.

        Silfur öldin var nokkuð fáránlegur tími fyrir myndasögur. Útgefendur virtust samþiggja allt, svo lengi sem það innihélt enga nákvæma glæpi eða hrylling. Sögur urðu svo óraunverulegar og kjánalegar að erfitt var að taka þeim alvarlega. Það breyttist hinsvegar allt þegar The Amazing Spider-Man #121–122 kom út árið 1973. Í þessari sögu deyr Gwen Stacy, kærasta Spider-Man sem var ein vinsælasta hetja þessara tíma. Þetta blað kom myndasögu samfélaginu í algjört uppnám, því að aldrei áður hafði svona stór og mikilvæg sögupersóna dáið. Umdeillanlegt er hvernar silvur öldin endar. 

 

Superman - John Williams
00:00 / 00:00

© Hugi og Þorseinn .Co

bottom of page