top of page

Mörkin á milli alda í teiknimyndasögunni er líklega hvergi skýrari en á milli bronsaldarinnar og nútímaaldarinnar. Margir hafa þó neitað því að nútímaöld hafi nokkurn tíma tekið við og að við lifum enn á bronsöldinni. Nútímaöldin er sögð hafa byrjað árið 1986 þegar bækurnar The Dark Knight Returns og Watchmen komu út. Báðar sögurnar voru myrkar og grimmar með flóknari þemum en áður og var afar sjaldséð. Hetjurnar voru miskunnarlausari  þó að það hafi áður komið út svipaðar sögur með svipuðum þemum, líkt og V for Vandetta (1982), voru Watchmen og The Dark Knight Returns fyrstu sem urðu svakalega vinsælar. Þessar sögur byrju ákveðið þema meðal myndasagna. Nú virtust allar ofurhetjur vera dökkleður klæddar með keðjur og voru mikið ofbeldisfyllri en áður fyrr. Nú þegar enginn tók lengur mark á CCA virtust ofurhetjur mikið hiklausari til að drepa en áður. Þetta var í byrjun nútímaaldarinnar og er þetta tímabil oft kallað dökka öld myndasagna.

 

Nútíma öld myndasagna

Þó að nokkrar þekktar og einstakar seríur líkt og Spawn, Venom og Hellboy séu bein afurð dökku aldarinnar voru flestar sögur sem komu út á þessum tíma virtust allar myndasögur vera eins. Allar voru þær svo grimmar að fólki fór að finnast það niðurdrepandi. Þá byrjaði nútímaöldin fyrir alvöru. 

Algengara var nú að myndasögur hefðu léttari en samt raunverulegan tón. Þó að myrkrar sögur hafa hvergi farið eru þær ekki nærri jafn áberandi. Nútímaöldin einkennist  nú af fjölbreitni, því að á öllum öðrum öldum hafa ofurhetju myndasögurnar verið nánast alráðandi, virðist nú vera meira úrval af tegundum en áður. Einnig hafa kvikmyndir haft stóráhrif á aukinar vinsældir myndasagna. Áður voru myndir byggðar á myndasögum nokkuð óvinsælar, en í kring um síðustu ár hafa bæði gæði og vinsældir þeirra aukist.

Superman - John Williams
00:00 / 00:00

© Hugi og Þorseinn .Co

bottom of page