top of page

Samkvæmt íslenskri orðabók þýðir orðið myndasaga „Saga í myndum með litlu eða engu lesmáli” Þrátt fyrir að myndasagan eins og við þekkjum hana kom ekki fyrr en 1938 hafa verið margir hlutir sem hægt er að greina sem myndasögur. Hella myndir Neanderdals mannanna eru myndir sem segja sögur og eru fyrsta listform manna sem fundið hefur verið, Einnig er hægt að taka sem dæmi egypsku veggjamyndirnar og gamlar japanskar bókrollur. En myndasagan eins og við þekkjum hana í dag byrjaði ekki að myndast fyrr en Funnies on Parade kom út 1929 það var í fyrsta skipti sem heimurinn sá heila bók tileinkuð myndasögum. Þó voru fyrstu eintökinn bara samansafn af stuttum teiknimyndaræmum úr áður birtum dagblöðum.

Major Malcolm Wheeler Nicholson stofnaði fyrirtæki árið 1935 sem hét National Allied Publications (seinna þekkt sem DC Comics) og var hugmynd hans að gefa út áður óséðar teiknimyndaræmur í sér bók, þessi bók hét New Funnies og þrátt fyrir að framleiðslan hafi verið mjög ódýr seldist hún mjög vel. Vinnumenn hanns voru mest megnis ungir gyðingar sem komu til Bandaríkjana til að flýja frá Evrópu sem höfðu litla reynslu á vinnumarkaðinum. 

Gull öld myndsagna

Einn dag komu tveir ungir starfsmenn til Wheelers að nafni  Jerry Siegel and Joe Shuster og sýndu honum skyssu af bók sem þeir höfðu skrifað sem hét the reign of superman. Þeir höfðu sínt mörgum útgefendum blaðið enn enginn vildi gefa það út nema Wheeler. Þá byrjaði gullna öld myndasagna árið 1938 það var Action Comics #1 sem var gefið út og seldist í magni sem markaðurinn hafði ekki séð fyrr. Jerry Siegel and Joe Shuster höfðu án þess að vita það breytt heimi bókmennta. Superman veitti inblástur fyrir margar aðrar myndasögur þá byrjuðu nánast allar vestrænar teiknimyndasögur að nota ofurhetjur sem aðal persónu. Sem afleiðing af því urðu til: Batman, Green Lantern, The Human Torch, Captain America, The Flash, Captain Marvel, The Spectre, Wonder woman og margir fleiri. Timely Comics (seinna breitt í Atlas Comics og Síðan Marvel Comics) var stofnað 1939 og var helsta samkeppni DC, Þeirra myndasögur voru kannski ekki jafn vel teiknaðar en þær voru líflegri og hetjurnar þar höfðu hversdags vandamál þannig að það var léttara að setja sig í spor þeirra. Þeim var samt beint að börnum þannig að höfundar þeirra fengu oft ekki að gera þær jafn alvarlegar og þeir vildu.

 Stanley Martin Lieber (pennanafn hanns er Stan Lee) ungur aðstoðarmaður í Marvel langaði að gera grimmari myndasögur fyrir fleiri aldurshópa. Martin Goodman Stofnandi Marvel leist illa á þessa hugmynd svo ekkert varð að henni fyrr enn miklu seinna.

Í Seinni heimstyrjiöldinni voru vestrænar myndasögur mikið notaðar til þess að hvetja hermenn enskumælandi landa og auka sölu á stíðs skuldabréfum. Stríðs skuldabréfinn styrktu bandaríska herinn fjárhagslega og voru greidd með 75% vexti yfir 10 ár (1944-1954). Seinni heimstyrjuöldinn hafði mikil áhrif á þróunn myndasagna bæði vegna þess að margir ungir höfundar voru sentir í stríð og nýjir höfundar að taka við af þeim og vegna þess að allir þurftu einhverja hetju til þess að líta upp til sama þótt það væri nánast almáttug geimvera eða steratröll með skjöld. Margir úgefendur nýttu sér þetta tækifæri.

Superman - John Williams
00:00 / 00:00

© Hugi og Þorseinn .Co

bottom of page