top of page

Myndasögur hafa verið órjúfanlegur partur af vestrænni menningu síðan 1930. Þær hafa bæði verið áhrifamikil á  ímyndunarafl okkar og vakið áhyggjur þeirra vandamála sem tímabilið sem þær voru birtar í höfðu uppá að bjóða. Þetta vinsæla form skemmtunnar inniheldur vísbendingar af breyttum hagsmunum bandaríska íbúa yfir langann tíma

Menning myndasagna er líklega stærri en þú heldur. Frá árinu 1970 hafa mörg þúsund myndasagna áhugamenn safnast saman í San Diego í fullum ofurhetjuklæðnaði til þess að halda upp á tilveru myndasagna. Hátíðinn heitir Comic-Con International og er alþjóðleg hátíð myndasagna. 

Myndasögu menning

Hátíðin var búin til af Shel Dorf, Ken Krueger og Richard Alf og sló svo í gegn að hún hefur verið haldin árlega síðan. Comic-Con er þekkt fyrir fjölbreittni sína og vinalega athöfn. Hátíðin hefur verið haldin í San Diego Convention Center (32° 42′ 22.6″ N, 117° 9′ 42.63″ W) síðan 1991 og hefur það verið nógu stórt þangað til núna. Á þessu ári mættu yfir 130.000 manns enda var líka troðfullt. Þetta vandamál verður tæklað með annaðhvort að byggja viðbiggingu við San Diego Convention Center eða færa hátíðina í nýtt húsnæði. Flestir sem hafa farið á Comic-Con segja að allir þurfi að fara allavega einu sinni á ævi sinni á þennan atburð. 

Margir frægir höfundar mæta á Comic-Con og skrifa eiginhandaráritanir og taka þátt í fjörinu. Dagskráin er yfirleitt frekar lík á hverju ári. Ef að ný ofurhetjumynd er að koma út sama ár er oft fyrsta opinberlega sýnishorn myndarinnar sýnnt. Það eru líka mykið af myndartökum af búningum fólks og haldin er keppni um besta búningin. Síðan eru spiluð spil og tölvuleikir, völundarhús. Hátíðin hefur ekkert aldurstakmark svo allir eru velkomnir þó að miðarnir seljist upp mjög hratt.

Superman - John Williams
00:00 / 00:00

© Hugi og Þorseinn .Co

bottom of page