Hugi og Þorsteinn
Myndasögur
Brons öld myndasagna
Í maí árið 1971 hófst bronsöldin í teiknimyndabransanum. Vegna þess hve mikil aukning var á notkun eiturlyfja bað Nixon stjórnin sem var við völd á þessum tíma í Bandaríkjunum, Marvel um að skrifa myndasögu um slæm áhrif eiturlyfja. Í Amazing Spider-Man blaði númer 96 sem var skrifað af Stan Lee, var strákur sem var í svo mikilli vímu að hann hélt að hann gæti flogið og hoppaði hann af hárri byggingu. Hann hefði dáið ef að Spider-Man hefði ekki bjargað honum á seinustu stundu. Í næsta blaði tekur Harry Osborn of stóran skammt af óþekktum töflum og lendir á spítala. Þessar sögur snérust alls ekki um eiturlyf heldur var þetta hliðaratburðir í sögunum og lítil áheirsla lögð á þá. CCA vildi ekki samþykkja þessi blöð og sendi þau til baka. Stan Lee spurði útgefanda sinn Martin Goodman hvort þeir gætu ekki gefið út myndsaöguna án samþykkis CCA og hann svaraði „Algjörlega!“ Þarna kom fyrsta myndasagan í áratug sem var gefin út án samþykkis CCA og hélt þannig útgáfu áfram í 3 mánuði án afleiðinga, ef eitthvað þá ukust sölutölur Spider-Man blaðanna. Um það bil þremur mánuðum seinna gaf DC Comics út alvarlegri eiturlyfjasögu um fyrverandi hjálparhellu Green Arrow. Speedy hét hann og var orðinn heróínfíkill. Ekki fékk þetta bara samþykki CCA heldur skrifaði John Lindsay borgarstjóri New York meðmælabréf.

Því miður var Green Arrow/Green Lantern aflýst tveimur blöðum seinna einfaldlega vegna þess að tími þess hafði runnið upp. Eftir þetta byrjuðu margir aðrir útgefndur að gefa blöð sín út án samþykkis CCA. Þetta er það sem byrjaði bronsöldina.
Á um það bil sama tíma voru X-Men blöðin að verða mjög vinsæl þrátt fyrir að þau höfðu verið til síðan 1961. The X-Men er lið ungra stökkbreyttra unglinga sem hafa yfirleitt ofurkrafta eða öðruvísi stökkbrigði. Þau stríða við vandamál eins og enga sjálfsstjórn, hræðslu við að skaða aðra í kringum sig og samfélag sem hatar þau. Á sjöunda áratug nítjándu aldar var þetta mjög viðeigandi söguþráður vegna þess hve miklir fordómar voru gegn frábrugðnu fólki. Mjög margir gátu samsvarað sig við líf þeirra, hvort sem það voru samkynhneigt fólk eða svart.
Á bronsöldinni urðu myndasögur mun raunverulegri en þær voru áður, bæði persónurnar og teiknimyndastílinn breyttust mikið. Margar ofurhetjur, aðallega hjá Marvel, þróuðu svokölluð hversdagsvandamál svo sem þunglyndi, alkahólisma eða jafnvel eiturlyfjafíkn. Þetta gerði lesanda myndasagnana kleift að sína samúð gagnvart persónunni. Til dæmis var Peter Parker (Spider-Man), lagður í einelti og Tony Stark (IronMan) er alkahólisti. DC Comics fóru öðruvísi að þessu, þeir gerðu hetjurnar sínar drungalegri. Afleiðingar þess leiddu að því að Batman hætti að vera föðurímynd og byrjaði aftur að berjast gegn glæpastarfssemi eins og hann gerði upprunalega. Þetta samanlagt myndaði seinna öldina sem við lifum í núna.

Baráttan gegn rasisma á sjöunda áratugnum setti pressu á útgefendur að búa til sterkar svartar persónur. Marvel haði haft Black Panther síðan 1966 enn hann var ekki nógu sterkur karakter svo þeir gerðu Falcon, Miles Morales (Svarti Spider-Man) og Luke Cage, allir eru þeir vinsælar persónur í Marvel heiminum enn þann dag í dag. DC Comics svaraði þessu með því að búa til Cyborg og Jon Stewart (svarti Green Lantern). Cyborg varð mjög vinsæll og komst seinna í The Justice League of America rétt eins og Falcon kommst í Avengers. Þetta eru helstu atriðin sem skilgreina brons öldina.










