top of page

Á árunum 1993 -1996 hrundi myndasöguiðnaðurinn næstum algerlega. Ástæða þess er að fréttir fóru að berastum sölur á gull og silfur aldar myndasögum sem seldust fyrir mörg þúsund bandaríkja dala, þrátt fyrir að hafa bara kostað nokkur sent þegar þau voru gefin út. Margir sáu þá augljóst og auðvelt tækifæri til að græða mikinn pening án allrar vinnu, þau þurftu bara þolinmæði og sáu fyrir sér geta selt blöðin fyrir háar upphæðir. Fólk keypti frá fimm til tíu eintök af hverju blaði ef það sá fyrir sér að það gæti orðið verðmætt, líkt og sagan „The Death of Superman“ sem seldist gríðarlega vel, ekki einungis vegna þess að þetta átti að vera síðasta Superman sagan heldur einnig vegna þess að í framtíðinni hlyti upprunnaleg útgáfa af síðustu sögu Superman seljast vel.

En það sem margir áttuðu sig ekki á var að þegar allir ættu svona mikið af blöðum misstu þau verðmætið sitt. Það sem gerði gömlu myndasögurnar svo verðmætar var hversu fáar af þeim voru til. Má þá nefna Action Comics 1 sem er fyrsta blað þar sem Superman kemur fram sem er verðmætasta myndasaga allra tíma. Til eru undir hundrað eintök enn í dag og seldist eitt eintak af því í fyrra á 3,2 miljónir dala eða 432 miljónir íslenskra króna.

Mikla myndasögu hrunið

 En þar sem um  100 eintök voru til af Action Comics 1 seldust margir vinsælir titlar í miljónatali, og voru það ekki einungis myndasöguaðdáendur og safnarar heldur var fólk með enga þekkingu á myndasögum farið að kaupa myndasögur í tugatali. En fólk fór hægt að átti sig á því hversu óhagstætt og heimskuleg þessi stöðugu kaup voru þannig að hægt og hægt byrjaði fólk að hætta að kaupa myndasögur, en fyrirtækin héldu áfram að prenta sögurnar í svo stóru magni. Sölur risu hátt og hratt en féllu á sama hraða stuttu seinna. Sölur hröpuðu svo hratt að það olli því meira en helmingur allra myndasögu búða í Bandaríkjunum og að stór fyrirtæki eins og Marvel Comics fóru á hausinn. Þó að sölur á myndasögum héldu áfram að vera lágar í nokkur ár leið þetta þó yfir á endanum og flest af stæðstu fyrirtækjunum komust naumlega af.

 

Superman - John Williams
00:00 / 00:00

© Hugi og Þorseinn .Co

bottom of page